Erik ten Hag, stóri Manchester United hefur beðið forráðamenn félagsins um að reka sig ekki. Hann muni ná settum markmiðum og vinna deildina á næstunni.
Ten Hag er mjög valtur í sessi eftir misjafnt gengi á þessu tímabili, United hefur tapað mörgum leikjum og það sannfærandi oft á tíðum.
„Það verða alltaf erfiðar tíma þegar þú ferð í vegferð. Við erum á réttri leið, ég veit að við munum ná þangað sem við stefnum,“ segir Ten Hag.
Eigendur Manchester United gætu skoðað það að skipta um þjálfara á næstu vikum ef úrslitin detta ekki með hollenska þjálfaranum.
„Alls staðar þar sem ég hef þjálfað þá hef ég náð markmiðunum á hverju tímabili.“
„Ef við stöndum saman, höldum okkur við planið og hugmyndafræðina. Þá munum við komast á þann stað sem við stefnum.“
Ten Hag virðist því hafa trú á því að hann geti gert United að enskum meistara innan fárra ára.