Marseille í Frakklandi er farið að horfa til Manchester United í janúar og vill franska félagið kaupa Raphael Varane.
Varane er í kuldanum hjá Erik ten Hag og virðist ekki eiga neina framtíð hjá United.
Varane var í miklu uppáhaldi hjá Erik ten Hag en á síðustu vikum hefur hann varla fengið að spila.
Er Varane sagður vilja fara frá United í janúar og er heimkoma til Frakklands mögulega í kortunum.
Varane vann Meistaradeildina fimm sinnum með Real Madrid en hann hefur einnig orðið Heimsmeistari með Frakklandi.
Lið í Sádí Arabíu hafa einnig áhuga á Varane en FC Bayern í Þýskalandi hefur einnig skoðað málið.