Tyrrel Malacia bakvörður Manchester United verður lengur frá en talið var, hann þurfti að fara aftur í aðgerð vegna meiðsla.
Hollenski bakvörðurinn hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna meiðsla.
Hann hafði farið í aðgerð á hné en hún gekk ekki vel og því fór Malacia aftur undir hnífinn á dögunum.
Hollenski leikmaðurinn er á sínu öðru tímabili hjá United en hann var í nokkuð stóru hlutverki á sínu fyrsta tímabili.
Malacia er kraftmikill vinstri bakvörður en ljóst er að hann verður ekki leikfær á næstunni.
🔴 Man United defender Tyrell Malacia suffered a setback during rehabilitation, which required further surgery.
He’s on course to return to action early next year, as he recovers from a knee injury. pic.twitter.com/xLBgOrccUf
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 1, 2023