Nicolas Jackson, leikmaður Chelsea, hefur útskýrt fagn sitt gegn Tottenham í leik sem fór fram fyrr í mánuðinum.
Jackson átti flottan leik fyrir Chelsea og skoraði þrennu og fagnaði að hætti Cristiano Ronaldo eftir þriðja markið en hans lið vann leikinn 4-1.
Ronaldo fagnið er mjög frægt í knattspyrnuheiminum en hann hoppar þá og öskrar: ‘Siu’ sem þýðir í raun ‘já’ á spænsku.
Um var að ræða fyrstu þrennu Jackson á ferlinum en hann leit mikið upp til Ronaldo á sínum yngri árum.
,,Ég hef alltaf notað þetta fagn, jafnvel þegar ég var hjá Villarreal og skoraði tvö mörk,“ sagði Jackson.
,,Þegar ég skoraði þriðja markið þá þurfti ég að gera það sama, ég mun aðeins nota fagnið þegar ég skora þrennu, annars ekki.“
,,Þetta var fyrsta þrennan mín á ferlinum og hún var mjög sérstök.“