Rannsókn um notkun á nikótínpúðum er í gangi hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni og það er sagt koma til greina að banna notkun þeirra.
Mikil aukning hefur verið í notkun á þessum púðum í enska boltanum og eru félögin sögð vera með áhyggjur af því.
Nokkuð margir leikmenn sjást opinberlega með dollurnar sem geyma púðana sem hafa verið ansi vinsælir hér á landi síðustu ár.
Rannsókn vegna þess er á lokastigi í enska boltanum og er sögð mikil aukning vera á meðal leikmanna.
Einstaka félög gætu tekið það upp hjá sér að banna notkun á þeim og deildin sjálf gæti einnig farið þá leið ef vandamálið er talið alvarlegt.