Victor Lindelof er ósnertanlegur hjá Manchester United og er ekki á förum frá félaginu í sumarglugganum.
Þetta fullyrðir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano en Lindelof hefur verið orðaður við Eintracht Frankfurt.
Margir stuðningsmenn Man Utd vilja sjá Lindelof kveðja félagið en hann er 28 ára gamall og spilar í miðverði.
Atletico Madrid og Inter Milan hafa einnig sýnt Lindelof áhuga en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi undir Erik ten Hag.
Samkvæmt Romano er Lindelof hins vegar ósnertanlegur og verður ekki seldur í sumar.
Lindelof kom frá Benfica árið 2017 en hann er einnig fyrirliði sænska landsliðsins og getur leyst hlutverk á miðjunni.