Nasser Al-Khelaifi forseti PSG er ráðgjafi fyrir Sheik Jassim í mögulegum kaupum hans á Manchester United.
Al-Khelaifi hefur fundað með Glazer fjölskyldunni sem á United og Raine félaginu sem sér um söluna.
Söluferli Manchester United hefur verið í gangi frá því í nóvember og algjörlega óvíst er hvað gerist og hvenær.
Sheik Jassim frá Katar fer fyrir sjóði sem vill kaupa United en það vill Sir Jim Ratcliffe einnig.
Félög í ensku úrvalsdeildinni er sögð óttast það að forseti PSG sem starfar fyrir ríkið í Katar sé með í viðræðunum.
Sheik Jassim hefur sjálfur ekkert komið nálægt þeim en segist eiga nóg af fjármunum, er farið fram á það að það verði skoðað gaumgæfilega hvaðan peningar hans koma. Er óttast að ríkið í Katar fjármagni möguleg kaup.
Sheik Jassim hefur látið lögfræðinga sína og aðila frá Bank of America sjá um allar viðræður fyrir sig.
Sheik Jassim hefur lagt fram nýtt tilboð í Manchestr United og krefst þess að fá svar innan tíðar um hvað Glazer fjölskyldan ætlar að gera.