Búist er við að Manchester United gangi frá kaupum á Mason Mount á allra næstu dögum frá Chelsea. Hefur hann sjálfur samþykkt að ganga í raðir félagsins.
Sagt er að United og Chelsea muni fara í viðræður á allra næstu dögum til að reyna að klára samkomulag.
Búist er við að Christian Eriksen verði í minna hlutverki með komu Mount en hann hefur spilað vel á sínu fyrsta tímabili á Old Trafford.
Tölfræðin frá liðnu tímabili er hins vegar á þann veg að Eriksen stóð sig mikið mun betur en Mount.
Mount er 24 ára gamall og átti slakt tímabil þar sem meiðsli hömluðu honum en hann er sagður spenntur fyrir því að reyna að finna taktinn undir stjórn Erik ten Hag.
Hér að neðan er samanburður a Mount, Eriksen og Bruno Fernandes á þessu tímabili.