fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Liverpool slátraði Leeds – Jota skoraði sín fyrstu mörk í heilt ár

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 20:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool slátraði Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, Mo Salah og Diogo Jota skoruðu báðir tvö mörk í leiknum.

Leeds er í tómum vandræðum og falldraugurinn vakir yfir Elland Road, eftir að hafa tapað 1-6 í kvöld er útlitið ekki bjart.

Cody Gakpo kom Liverpool í 1-0 áður en Mo Salah kom Liverpool í 2-0. Með markinu hafði Salah skorað 106 mörk með vinstri fæti í ensku deildinni, sem er met.

Luis Sinisterra kom gestunum inn í leikinn í upphafi fyrri hálfleik en Ibrahima Konate gerði þá far slæm mistök í vörninni.

Stuðningsmenn Leeds fengu von en hún lifði ekki lengi því Diogo Jota kom Liverpool í 3-1 og skömmu síðar skoraði Mo Salah sitt annað mark.

Diogo Jota bætti svo við fimmta markinu en hann hafði ekki skorað í eitt ár í ensku úrvalsdeildinni fyrir kvöldið. Darwin Nunez sem kom inn sem varamaður bætti við sjötta markinu og innsiglaði frábæran sigur Liverpool.

Liverpool er eftir sigurinn í áttunda sæti og er níu stigum frá Meistaradeildarsæti þegar átta leikir eru eftir. Leeds er tveimur stigum frá fallsæti.

Luis Diaz kom við sögu seint í leiknum en þetta voru fyrstu mínútur hans í deildinni frá því í október, mikið fagnaðarefni fyrir Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“