Liverpool slátraði Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, Mo Salah og Diogo Jota skoruðu báðir tvö mörk í leiknum.
Leeds er í tómum vandræðum og falldraugurinn vakir yfir Elland Road, eftir að hafa tapað 1-6 í kvöld er útlitið ekki bjart.
Cody Gakpo kom Liverpool í 1-0 áður en Mo Salah kom Liverpool í 2-0. Með markinu hafði Salah skorað 106 mörk með vinstri fæti í ensku deildinni, sem er met.
Luis Sinisterra kom gestunum inn í leikinn í upphafi fyrri hálfleik en Ibrahima Konate gerði þá far slæm mistök í vörninni.
Stuðningsmenn Leeds fengu von en hún lifði ekki lengi því Diogo Jota kom Liverpool í 3-1 og skömmu síðar skoraði Mo Salah sitt annað mark.
Diogo Jota bætti svo við fimmta markinu en hann hafði ekki skorað í eitt ár í ensku úrvalsdeildinni fyrir kvöldið. Darwin Nunez sem kom inn sem varamaður bætti við sjötta markinu og innsiglaði frábæran sigur Liverpool.
Liverpool er eftir sigurinn í áttunda sæti og er níu stigum frá Meistaradeildarsæti þegar átta leikir eru eftir. Leeds er tveimur stigum frá fallsæti.
Luis Diaz kom við sögu seint í leiknum en þetta voru fyrstu mínútur hans í deildinni frá því í október, mikið fagnaðarefni fyrir Liverpool.
Diogo Jota's last goal for Liverpool was against Man City a year ago.
He's gotten two goals and an assist against Leeds 👏 pic.twitter.com/nuPflAktBU
— ESPN UK (@ESPNUK) April 17, 2023