Chelsea tapaði 121,3 milljónum punda á síðustu leiktíð, félagið hefur gefið út ársreikning sinn fyrir tímabilið 2021/22.
Enska félagið var þá í eigu Roman Abramovich en félaginu voru settar miklar takmarkanir þegar Rússar réðust inn í Úkraínu.
Allar eigu Abramovich í Englandi voru frystar og mátti Chelsea ekki taka við tekjum á þeim tíma. Todd Boehly keypti svo félagið í sumar.
Tapið er gríðarlegt á rekstrinum og líklega verður aftur mikið tap á rekstrinum í ár en nýr eigandi hefur eytt miklum fjármunum.
Chelsea er eitt af stærstu félögum Englands en tap eins og þetta sést ekki oft hjá stórliði líkt og Chelsea er.