Því er haldið fram að varabúningi Liverpool fyrir næstu leiktíð hafi verið lekið á netið.
Treyjan er svipuð þeirri sem leikið var í tímabilið 1995-1996.
Er hún græn og hvít á lit.
Stuðningsmenn Liverpool eru í skýjunum þessa dagana eftir 7-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United um helgina.
Liðið er þá skyndilega komið í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þrátt fyrir slæma byrjun á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd af búningnum sem er sagður varabúningur fyrir næstu leiktíð má sjá hér að neðan.
— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 7, 2023