fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
433Sport

Viðræðurnar komnar á næsta stig en menn þurfa að hafa hraðar hendur

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræður á milli Chelsea og Benfica um Enzo Fernandez þokast vel áfram ef marka má The Athletic.

Chelsea hefur verið á höttunum á eftir Fernandez, sem heillaði með heimsmeistaraliði Argentínu á HM í Katar, í nokkrar vikur. Það hefur þó verið nokkuð langt á milli félaganna tveggja í viðræðunum.

Nú virðast málin hins vegar þokast í rétta átt. Er umboðsmaðurinn Jorge Mendes sagður eiga stóran þátt í því.

Klásúla er í samningi Fernandez um að miðjumaðurinn megi fara ef félag bíður 120 milljónir evra.

Chelsea hefur hingað til ekki viljað borga það. Eigandinn Todd Boehly hefur þó sýnt fram á að hann er til alls líklegur á félagaskiptamarkaðnum.

Talið er að Lundúnafélagið vilji tryggja sér leikmanninn nú til að koma í veg fyrir að andstæðingar lokki hann til sín næsta sumar.

Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vinur Trent muni skipta sér af og hjálpa til við að koma honum frá Liverpool

Vinur Trent muni skipta sér af og hjálpa til við að koma honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar

Opinberað að City hafi reynt í janúar – Munu gera það aftur í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ótrúlegt svar á samfélagsmiðlum – Minnti á það þegar hann var með tærnar á dóttur sinni uppi í sér

Ótrúlegt svar á samfélagsmiðlum – Minnti á það þegar hann var með tærnar á dóttur sinni uppi í sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um möguleika Víkings annað kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um möguleika Víkings annað kvöld