Goðsögnin Glenn Hoddle hefur valið sitt byrjunarlið fyrir England sem spilar á HM í Katar síðar í þessum mánuði.
Það er virkilega erfitt að spá fyrir um byrjunarlið Englands sem er með marga góða leikmenn innanborðs.
Hoddle vill sjá James Maddison, leikmann Leicester, byrja í fremstu línu og einnig Trent Alexander-Arnold sem hefur verið í veseni með Liverpool í haust.
Jordan Pickford er þá markmaðurinn sem á skilið kallið frekar en Nick Pope sem er hjá Newcastle og hefur spilað glimrandi vel á tímabilinu.
Hér má sjá draumalið Hoddle fyrir HM í Katar.