Það eru góðar líkur á að Steven Gerrard sé búinn að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari Aston Villa.
Gengi Villa undir stjórn Gerrard er ekkert að batna en liðið tapaði 3-0 gegn Fulham á útivelli í kvöld.
Villa spilaði rúman hálftíma manni færri en Douglas Luiz fékk að líta rauða spjaldið á 62. mínútu.
Villa er í 17. sæti deildarinnar ogb hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum.
Leicester City er þá ekki lengur á botninum eftier leik við Leeds á heimavelli sínum í kvöld.
Leicester hafði betur 2-0 og var aðeins að vinna sinn annan leik í deildinni í haust.
Fulham 3 – 0 Aston Villa
1-0 Harrison Reed(’36)
2-0 Aleksandar Mitrovic(’68, víti)
3-0 Tyrone Mings(’84, sjálfsmark)
Leicester City 2 – 0 Leeds
1-0 Robin Koch(’16, sjálfsmark)
2-0 Harvey Barnes(’35)