Manchester City hafði ekki áhuga á að fá stórstjörnuna Neymar í sínar raðir í sumarglugganum.
Frá þessu greinir Marca en Paris Saint-Germain á að hafa boðið Man City að fá Neymar í sumar.
Talað er um að samband Neymar og Kylian Mbappe hjá PSG sé ekki gott og er það áhyggjuefni fyrir franska félagið.
Um er að ræða leikmann sem þekkir til Pep Guardiola, stjóra Man City, en þeir unnu saman hjá Barcelona á sínum tíma.
Neymar er þrítugur að aldri í dag en Man City ákvað að afþakka þann möguleika að fá leikmanninn.
Neymar hefur spilað með PSG undanfarin fimm ár og hefur skorað 76 deildarmörk í 98 leikjum.