Stuðningsmenn Everton voru bálreiðir í gær eftir leik við grannana í Liverpool sem lauk með markalausu jafntefli.
Þegar um 14 mínútur voru eftir af leiknum bauð Virgil van Dijk upp á ansi hressilegt brot á Amadou Onana.
Van Dijk steig mjög augljóslega á Onana sem náði til boltans en dómaratríó leiksins ákvað að dæma ekki rautt spjald.
Margir eru undrandi eftir þennan dóm en VAR hefur ekki heillað marga á Englandi á tímabilinu til þessa.
Þetta má sjá hér.
🟨 CARTÃO AMARELO! para Van Dijk, por essa entrada aí… #PremierLeague 🏴 pic.twitter.com/o5zAuGZqA3
— Papo de Boleiros 🇧🇷 (@_papoboleiros) September 3, 2022