fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Sport

Casemiro ræðir við Ancelotti á næstu klukkustundum – Risatilboð á borðinu frá United

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Casemiro mun ræða við Carlo Ancelotti, stjóra Real Madrid, um framtíð sína á næstu klukkutímum.

Casemiro er með stórt tilboð á borðinu frá Manchester United og íhugar hann nú að samþykkja það. Brasilíumaðurinn yrði á meðal launahæstu leikmanna United ef hann samþykkir tilboðið.

Samningur Casemiro við Real Madrid rennur hins vegar ekki út fyrr en eftir þrjú ár.

Hinn þrítugi Casemiro er gífurlega reynslumikill. Hann hefur þrisvar sinnum orðið spænskur meistari með Real Madrid og fimm sinnum Evrópumeistari, svo eitthvað sé nefnt.

United hefur í allt sumar reynt að styrkja miðju sína. Liðið hafði lengi vel mikinn áhuga á Frenkie de Jong. Það virðist þó ekki svo sem félagið nái að krækja í hann frá Barcelona.

Rauðu djöflarnir þurfa á allir styrkingu sem þeir geta fengið að halda. Liðið hefur tapað báðum leikjum tímabilsins það sem af er í ensku úrvalsdeildinni, þar af 4-0 gegn Brentford um síðustu helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals