Arsenal fór illa með lið Chelsea í æfingaleik sem fór fram í nótt en spilað var í Orlando í Bandaríkjunum.
Bæði lið tefldu fram nokkuð sterku byrjunarliði en Arsenal hafði betur sannfærandi í þessum leik.
Gabriel Jesus skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu og um 20 mínútum síðar bætti Martin Ödegaard við öðru.
Bukayo Saka og Albert Sambi Lokonga skoruðu svo í síðari hálfleik í leik sem Arsenal vann, 4-0.
Chelsea var með nokkra byrjunarliðsmenn á vellinum og má nefna Mason Mount, Kai Havertz, Edouard Mendy, Reece James, Thiago Silva og Raheem Sterling.
Arsenal var einnig með sterkt byrjunarlið og fékk William Saliba tækifæri í vörninni ásamt Oleksandr Zinchenko sem kom til liðsins í sumar.
Metfjöldi mætti á leikinn í nótt en tæplega 64 þúsund manns sáu viðureignina sem er met á Camping World Stadium.