fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Skilur ekki af hverju stuðningsmennirnir hata hann – ,,Bjargaði ykkur frá því að deyja“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 19:00

Rio Ferdinand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og Leeds, skilur ekki af hverju stuðningsmenn þess síðarnefnda eru enn með hatur í hans garð.

Ferdinand er langt frá því að vera vinsæll hjá stuðningsmönnum Leeds eftir að hafa samið við Manchester United fyrir metfé árið 2002.

Leeds var að selja sinn besta leikmann til Barcelona á dögunum, Raphinha, og kostar hann spænska félagið um 55 milljónir punda.

Ferdinand segir að þetta sé sala sem Leeds þarf á að halda rétt eins og þegar félagið seldi hann til Manchester.

,,Þetta er svipað þegar kemur að því [fjármálum félagsins] en ég þekki ekki smáatriðin og hvernig þetta virkar hjá Leeds í dag, þeir voru þó að eyða meira en þeir voru að græða,“ sagði Ferdinand.

,,Það var alltaf vandamál Leeds. Þess vegna sáuði félagið selja leikmenn eins og mig, Robbie Keane, Jonathan Woodgate og fleiri. Margir þurftu að fara til að jafna út reikninga félagsins og í lokin bjarga félaginu.“

,,Þess vegna skil ég ekki af hverju stuðningsmenn Leeds þola mig ekki, ég bjargaði félaginu frá því að deyja. Þetta eru smáatriði sem munu koma upp á yfirborðið á endanum, alveg eins og hjá Barcelona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Framherji sem er yfir tvo metra á hæð orðaður við United

Framherji sem er yfir tvo metra á hæð orðaður við United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City

De Bruyne skrifar bréf og staðfestir að hann sé að hætta hjá City
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gylfi segir frá því hvað hann gerði í þau tvö ár sem hann spilaði ekki fótbolta

Gylfi segir frá því hvað hann gerði í þau tvö ár sem hann spilaði ekki fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Halda því fram að Salah sé að krota undir nýjan samning á Anfield

Halda því fram að Salah sé að krota undir nýjan samning á Anfield
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola á blaði stórliðs á Ítalíu í sumar

Guardiola á blaði stórliðs á Ítalíu í sumar
433Sport
Í gær

FH fær Ahmad Faqa – Hefur áður spilað á Íslandi með góðum árangri

FH fær Ahmad Faqa – Hefur áður spilað á Íslandi með góðum árangri
433Sport
Í gær

Var tári næst þegar hann var að kveðja í janúar

Var tári næst þegar hann var að kveðja í janúar