Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir að það sé möguleiki á að Romelu Lukaku muni spila aftur fyrir félagið.
Lukaku er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea eftir að hafa yfirgefið félagið í sumar og samdi við Inter Milan á láni.
Það gerist aðeins ári eftir að Lukaku sneri aftur til Chelsea fyrir 100 milljónir punda en hann vildi svo strax komast aftur til Ítalíu.
Tuchel segir að það sé möguleiki að Lukaku mæti aftur til Englands eftir næsta tímabil en veit ekki hversu líklegt það er.
,,Miðað við það að hann sé bara á láni þá er það auðvitað möguleiki,“ sagði Tuchel um endurkomu Lukaku.
,,Ég veit ekki hvort það sé mjög líklegt en það er ekki mitt að segja. Það er hins vegar möguleiki.“