Wayne Rooney hefur verið gagnrýndur fyrir að synda með fönguðum höfrungum í Dúbaí.
Þessi Manchester United-goðsögn er þar í fríi ásamt fjölskyldu sinni. Ákváðu þau að gera sér glaðan dag saman.
„Því miður er fólk að græða milljarða á því að halda höfrungum föngnum á svæði sem er 200 þúsund sinnum minna en náttúrulegt umhverfi þeirra,“ sagði Peter Kempl-Hardy hjá alþjóðlegu dýraverndunarsamtökunum.
Rooney er í dag stjóri Derby County. Liðið féll niður í ensku C-deildina í síðustu leiktíð eftir að hafa verið í miklum fjárhagserfiðleikum.