Jurgen Klopp stjóri Liverpool hafði áform um að kaupa Son Heung-min frá Tottenham áður en hið óvænta gerðist.
Ensk blöð segja frá en fyrir nokkrum mánuðum var ekkert sem benti til þess að Tottenham næði Meistaradeildarsæti.
Samkvæmt því horfði Klopp á stöðuna og hugsaði mér að Liverpool ætti að reyna að krækja í þennan magnaða leikmann.
Tottenham landaði hins vegar Meistaradeildarsæti eftir hrun Arsenal í síðustu umferðunum.
Sú staðreynd flækir stöðuna og samkvæmt enskum blöðum útilokar það að Tottenham muni selja Son í sumar.
Sadio Mane er að yfirgefa Liverpool og þrátt fyrir komu Luis Diaz í janúar er búist við því að Klopp kaupi sóknarmann.