Mason Greenwood hefur verið handtekinn og færður á lögreglustöð grunaður um nauðgun og líkamsárás en þetta kemur fram í yfirlýsingur frá lögreglunni í Manchester.
Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur sett Mason Greenwood, leikmann liðsins, í bann vegna ásakana um ofbeldi.
Greenwood fær ekki að mæta á æfingar né spila leiki með aðalliðinu eftir að Harriet Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér.
Manchester United gaf út yfirlýsingu í morgun þar sem fram kom að klúbburinn væri meðvitaður um þær ásakanir sem væru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Félagið tók fram að það fordæmdi hverskonar ofbeldi en vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrr en allar staðreyndir þess kæmu í ljós.
Nú hefur félagið sett leikmanninn í ótímabundið bann. „Mason Greenwood mun ekki mæta á æfingar né spila með liðinu þangað til annað kemur í ljós,“ stóð í yfirlýsingu.
🚨URGENTE
🚔⚽️ Mason Greenwood, do Manchester United, foi preso após sua namorada Harriet Robson acusá-lo de estupro e agressãopic.twitter.com/yQFkF5lEZj
— FutbooBR 🇧🇷 (@FutbooBR) January 30, 2022
Faðir hennar tjáir sig:
Faðir stúlkunnar hefur rætt málið við ensku blöðin. „Það fyrsta sem við vissum af þessu var í morgun, þetta er hræðilegt. Við erum að meðtaka þetta. Sem faðir viltu ekki að dóttir þín verði fyrir svona. Lögreglan hefur rætt við okkur og Robson gaf skýrslu,“ segir faðir hennar.
„Hún segir okkur að sími sinn hafi verið hakkaður, við sögðum henni að eyða þessu út og hún gerði það. Það var of seint.“
„Við höfum þekkt Mason lengi. Hann hefur verið hluti af fjölskyldu okkar síðustu ár. Robson er í rusli því hún vildi ekki birta þetta.“
„Samband þeirra hefur ekki verið gott síðustu mánuði, þetta tekur mikið á hana. Lögreglan sér um málið núna.“