fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Rekinn fyrir ummælin: „Verði að nauðga eða láta nauðga sér “

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 11:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuart Baxter knattspyrnuþjálfari frá Englandi hefur verið rekinn úr starfi sínu í Indlandi eftir ummæli sem hann lét falla um helgina.

Baxter er þjálfari Odisha í Ofurdeildinni í Indlandi, stjórinn er 67 ára gamall og kemur frá Wolverhampton í Englandi.

Odisha er á botninum í Ofurdeildinni og hefur aðeins átta stig eftir 14 leiki, Baxter var ósáttur með dómara leiksins eftir 1-0 tap gegn Jamshedpur í gær.

„Það verða ákvarðanir að falla með þér og þær gerðu það ekki,“ sagði Baxter eftir tapið.

„Ég veit ekki hvað þarf að gerast svo við fáum vítaspyrnu, ég held að leikmaður minn verði að nauðga einhverjum eða láta nauðga sér til að fá vítaspyrnu“

Stjórnarmenn Odisha fordæmdu ummælin um leið og ákváðu svo síðar um kvöldið að reka Baxter úr starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Í gær

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni