Ole Gunnar Solskjær, komst ekki inn á æfingasvæði félagsins í morgun en mikið frost var í Manchester í nótt. Það er krísa hjá Manchester United, slakt gengi undir stjórn Solskjær veldur áhyggjum.
Ekki er talið líklegt að Solskjær missi starfið í bráð en stuðningsmenn félagsins kalla þó margir eftir því.
Ef Solskjær yrði hins vegar sparkað út í dag er líklegast að Mauricio Pochettino taki starfið. Hann hefur lengi verið orðaður við United.
Pochettino var rekinn frá Tottenham fyrir tveimur vikum og fór heim til Argentínu, þar skoðar hann kosti sína.
,,Það eru mörg félög með spennandi verkefni fyrir mig að takast á við,“ sagði Pochettinho.
,,Ég verð að vera rólegur næstu daga og sjá hvað gerist, ég hef ekki haft mikinn tíma til að skoða kostina.“
Mauricio Pochettino: “There are a lot of clubs and attractive projects for me to take on. But now, I need to be calm for a few days and see what happens. I haven’t had a lot of time to digest what has happened with me.” [Fox Sports Argentina]
— The Man Utd Way (@TheManUtdWay) December 2, 2019