fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
433Sport

Fer yfir ótrúlega lífsreynslu þar sem hann missti næstum fótinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. september 2018 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw bakvörður Manchester United hefur byrjað tímabilið vel og er að spila sinn besta fótbolta í mörg ár.

Shaw er mættur aftur í enska landsliðið eftir talsvert langa fjarveru en hann fótbrotnaði árið 2015 og hefur ekki náð flugi síðan.

Það hefur hins vegar verið að koma en þessi 23 ára bakvörður fer yfir það hversu heppinn hann var að missa ekki löppina. Brotið var afar slæmt og óttuðust læknar það versta.

,,Heppnin var ekki með mér í liði síðustu þrjú en það er búið, nú er það framtíðin,“ sagði Shaw.

,,Ég missti næstum fótinn, læknirinn lét mig ekki vita af því fyrr en sex mánuðum eftir aðgerðina. Hann sagði að það hefði munað mjög litlu að fóturinn yrði að fara af.“

Shaw hefur verið gagnrýndur fyrir líkamlegt atgervi sitt og verið sagður feitur. Hann hefur breyt um lífsstíl og það virðist skila sér. ,,Ég vildi sanna ágæti mitt og hef ekki verið betri, ekki bara á vellinum en líka í lífinu. Ég er ekki strákur lengur, ég er maður.“

Sjáðu atvikið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir
433Sport
Fyrir 2 dögum

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Fyrir 2 dögum

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United