Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að markmið félagsins á þessu tímabili sé klárlega að koma sér aftur í Meistaradeild Evrópu.
Keown hefur engar áhyggjur af því að stjórn Arsenal sætti sig við slakari árangur eftir komu Unai Emery í sumar.
,,Unai Emery er sigursæll þjálfari sem er ekki kominn hingað til að enda í fimmta sæti,“ sagði Keown.
,,Ég er ekki að segja að þeir séu tilbúnir í titilbaráttu en topp fjórir hlýtur að vera markmiðið.“
,,Ég hef verið mjög hrifinn af Emery. Hann hefur látið leikmenn æfa hart á undirbúningstímabilinu.“