Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hefur gert lítið á leikmannamarkaðnum í sumar og hafa stuðningsmenn liðsins áhyggjur.
Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann í sumar en aðeins fjórir dagar eru í að glugginn fyrir lið í efstu deild á Englandi loki.
Samkvæmt fregnum dagsins þá skoðar Tottenham það að fá leikmanninn Stanislav Lobotka sem spilar með Celta Vigo.
Lobotka gæti tekið við af Moussa Dembele, leikmanni Spurs en hann vill fara áður en glugginn lokar á fimmtudaginn.
Lobotka er 23 ára gamall landsliðsmaður Slóveníu en hann er fáanlegur fyrir 31 milljón punda.