Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United er duglegur að láta leikmenn félagsins í dag, heyra það.
Nú ákvað hann að taka fyrir Alexis Sanchez, Romelu Lukaku og Paul Pogba.
,,Ég sá hann aldrei sem leikmann United, hann spilar fyrir sjálfan sig,“ sagði Scholes.
,,Ég taldi hann ekki vera leikmanninn sem United vantaði, sérstaklega fyrir þessa peninga. Hvernig er hægt að losa sig við hann á þessum launum? Þetta snérist bara um að stoppa að hann færi til City.“
Þá gagnrýnir hann Lukaku einnig. ,,Ég er ekki viss um að þú vinnir deildina með Lukaku sem markaskorara, hann er ekki nógu góður fyrir utan teiginn.“
,,Ég er ekki viss um að hann leggi nógu mikið á sig, hann er ungur og skorar talsvert. Hann er stór og sterkur, hann virkar með lítið sjálfstraust núna.“
Næstur í röðinni hjá Scholes var Paul Pogba. ,,Hann gerir hluti sem eru eins góðir og þeir verða í leiknum, sendingar og hvernig hann fer með boltann.“
,,Fimm mínútum síðar gerir hann hlutina eins illa og hægt er að gera þá í fótbolta, hausinn bara fer.“