Það verður áhugaverður leikur í ensku úrvalsdeildinni á morgun klukkan 14:00 þegar Bournemouth heimsækir Burnley.
Burnley, sem Jóhann Berg Guðmundsson leikur með er aðeins með eitt stig eftir fimm umferðir. Liðið hefur bara skorað þrjú mörk og fengið á sig haug.
Burnley endaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra en fallbarátta viðrist blasa við liðinu.
Leikurinn fer fram á Turf Moor sem hefur verið vígi Burnley en þar hefur liðið ekki náð í stig á þessu tímabili.
Bournemouth er í fimmta sæti svo jafntefli gætu verið góð úrslit fyrir Burnley.
Upplýsingar um leikinn:
Laugardagur – 14:00
Leikstaður – Turf Moor
Á síðustu leiktíð – Burnley 1 – 2 Bournemouth
Dómari – Anthony Taylor
Stuðlar á Lengunni:
Burnley – 2,49
Jafntefli – 2,88
Bournemouth – 2,27
Meiðsli:
Burnley – Defour, Brady, Gibson, Pope.
Bournemouth – Daniels (Tæpur), Stanislas (Tæpur), Taylor (Tæpur)
Hér að neðan má sjá líkleg byrjunarlið.