fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Hlustar ekki á heimskulega gagnrýni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David De Gea markvörður Manchester United er einn sá besti í heimi í sínu starfi, hann hefur að mörgu leyti haldið United á floti síðustu ár.

Markvörðurinn hefur í treyju United átt margar magnaðar frammistöður. Frammistaða hans á Heimsmeistaramótinu í sumar var hins vegar gagnrýnd.

Markvörðurinn var gagnrýndur af fréttamönnum á Spáni, hann þótti ekki góður.

,,Ég hlusta yfirleitt ekki þegar fólk talar á mig, ég hlusta aldrei þegar fólk segir heimskulega hluti,“ sagði De Gea.

,,Ég einbeiti mér að mínu starfi, einbeiti mér að því að hjálpa mínu liði, einbeit mér að því að bæta mig á hverri æfingu. Reyni að vera eins góður og ég get orðið.“

De Gea er sagður fá nýjan samning hjá United innan tíðar og hann virðist elska félagið.

,,Ég finn ástina frá stuðningsmönnum og öllum sem vinna fyrir félagið, ég er mjög glaður að spila fyrir þetta félag. Félagið er eitt það besta í heimi, það er mjög gott fyrir mig að vera hluti af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals