Markvörðurinn Joe Hart hefur gert samning við Burnley í ensku úrvalsdeildinni en þetta var staðfest í dag.
Þessi 31 árs gamli markvörður er keyptur til Burnley en hann er talinn kosta félagið 3,5 milljónir punda.
Hart hefur undanfarin tvö ár ekkert fengið að spila hjá Manchester City og hefur tvívegis verið lánaður annað.
Hart var fyrst lánaður til Torino í ítölsku úrvalsdeildinni og spilaði svo með West Ham á síðustu leiktíð.
Hart gerir tveggja ára samning við Burnley og gæti byrjað fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni um helgina eftir meiðsli aðalmarkvarðarins, Nick Pope.