Elín Metta Jensen er komin í Val á nýjan leik og er komin með leikheimild. Getur hún því mætt Blikum annað kvöld í Meistarakeppni KSÍ.
Hin þrítuga Elín hafði leikið með Val allan sinn feril áður en hún yfirgaf félagið 2022. Hún tók svo slaginn með Þrótti 2023 en lék ekkert í fyrra. Eignaðist hún barn í nóvember.
Nú er Elín, sem á að baki hátt í 200 leiki og 134 mörk í efstu deild, komin heim í Val á ný.
Elín á þá að baki 62 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og 16 mörk í þeim.