Þrír lykilmenn Barcelona fóru á fund með félaginu og komu í veg fyrir að félagið færi alla leið í því að reyna að fá Marcus Rashford frá Manchester United.
Barcelona sýndi því áhuga á að fá Rashford á láni frá United en ekkert varð af því.
Spænskir miðlar segja að Pedri, Gavi og Ronaldo Araujo hafi lagt gegn því að félagið færi í þessa vegferð.
Félagið vildi losa sig við Ansu Fati og Andreas Christensen en þeir vildu ekki fara og leikmennirnir vildu ekki sjá félagið beita þá þrýstingi.
Töldu þessir lykilmenn að mikilvægt væri að halda hópnum saman fyrir seinni hluta tímabilsins í stað þess að sækja Rashford.