Rúrik Gíslason stórstjarna og fyrrum knattspyrnumaður var gestur í hlaðvarpinu Dr. Football á dögunum þar sem margt skemmtilegt kom fram.
Rúrik er hluti af IceGuys sem er án nokkurs vafa vinsælasta hljómsveit Íslands í dag.
Rúrik sem átti frábæran feril sem knattspyrnumaður hefur blómstrað eftir að skórnir fóru upp í hilluna.
Rúrik var beðinn um það að velja fimm félaga sína sem ættu ekki séns á því að komast í bandið. „Boy band þetta er gleði og gaman, það þýðir ekki að finna allt alveg asnalegt,“ sagði Rúrik um Jóhann Berg Guðmundsson fyrrum samherja sinn úr landsliðinu.
Alfreð Finnbogason fær ekki góða einkunn frá Rúrik. „Menn klæða sig ekki eins og landafræðikennarar í boy bandi,“ sagði Rúrik um Alfreð.
Listann frá Rúrik má sjá hér að neðan.
View this post on Instagram