„Þetta er geggjað, sætara að vinna hérna. Pakka þeim saman,“ sagði Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks eftir 3-0 sigur liðsins á Víkingi í dag, Blikar eru Íslandsmeistarar.
Blikar voru miklu betra liðið í Víkinni í dag og vann leikinn sannfærandi.
„Dóri orðaði þetta fullkomið, við förum pressulausir inn í leikinn. Betra að spila upp á sigur, við sönnuðum að við erum besta lið landsins.“
„Ég var pollrólegur alla vikuna, þú getur spurt konuna mína.“
Viðtalið er hér að neðan.