fbpx
Föstudagur 25.október 2024
433Sport

Theodór Elmar leggur skóna á hilluna og verður aðstoðarmaður Óskars Hrafns

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. október 2024 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirliði KR, Theodór Elmar Bjarnason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.

Theodór á langan feril sem knattspyrnumaður, hann fór ungur út í atvinnumennsku til Celtic í Skotlandi þaðan fór hann til Lyn í Osló, IFK Gautaborg, Randers FC, AGF, Elazığspor, Gazişehir Gaziantep, Akhisarspor og Lamia áður en hann kom aftur heim í KR árið 2021. Emmi hefur spilað 120 leiki fyrir KR og skorað 12 mörk, auk þess hefur hann spilað 41 landsleik.

„Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökkum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.

Emmi vakti snemma mikla athygli enda framúrskarandi alla tíð.

„Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og síðast en ekki síst fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Ég get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir komandi verkefnum“ segir Emmi að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka