Fantasy deild Bestu deilar karla hefur nú opnað fyrir skráningar. Í ár verður leikurinn keyrður á lifandi tölfræði frá gagna fyrirtækinu Opta – stats perform sem er leiðandi á sviði íþróttagagna í heiminum. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á leiknum síðan í fyrra og bera þar helst að nefna að þjálfarar hafa nú 100 milljónir í bankanum í stað 50 og hefur verð leikmanna því hækkað tvöfalt.
Stigagjöfin hefur breyst og er nú í samræmi við Fantasy Premier League. Þá hefur skiptingakerfið einnig breyst og fá nú þjálfarar eina fría skiptingu fyrir hverja leikviku og -4 stig fyrir hverja auka skiptingu.
Verð leikmanna í ár eru ákvörðuð út frá tölfræði úr Wyscout skýrslum frá því í fyrra.Verðlaun fyrir fyrsta sæti er flug og miði á leik í enska boltanum fyrir tvo.
Í myndbandinu sem fylgir fréttinni sjáum við leikmenn Bestu deildarinnar bregðast við verðunum sínum.