Viðar Ari Jónsson hefur skrifað undir hjá FH, hann kemur á láni frá Brann.
Viðar Ari kemur á láni frá norska liðinu sem telur sig ekki hafa not fyrir Viðar.
Viðar lék á síðasta ári með Brann en tókst ekki að festa sig í sessi.
Bakvörðurinn mun leysa stöðu hægri bakvarðar hjá FH en Cédric D’Ulivo er meiddur en verður klár um mitt mót.
Viðar Ari lék með Fjölni áður en hann hélt í atvinnumennsku.
Viðar er fjórði íslenski atvinnumaðurinn sem FH fær í vetur, fyrir höfðu Guðmundur Kristjánsson, Hjörtur Logi Valgarðsson og Kristinn Steindórsson samið við félagið.
Viðar Ari Jónsson er genginn í raðir FH á lánsamning frá norska félaginu Brann. Við bjóðum Viðar Ara velkominn í Kaplakrika. #ViðerumFH #fotboltinet pic.twitter.com/9pdLnj8oBZ
— FHingar.net (@fhingar) April 5, 2018