Oliver Sigurjónsson er á leið til Breiðabliks á láni frá Bodo/Glimt í Noregi. Vísir.is segir frá.
Oliver var frábær í liði Breiðabliks sumarið 2015 en meiðsli hafa talsvert hrjáð hann undanfarið.
Oliver fór til Bodo/Glimt á miðju síðasta tímabil en um er að ræða öflugan miðjumann.
Hann hefur verið í mikilli endurhæfingu í vetur en heur ekki komið við sögu í norsku úrvalsdeildinni í ár.
Koma hans til Breiðabliks styrkir liðið mikið. ,,Samkvæmt heimildum Vísis vill Bodö að Oliver fái mínútur og spiltíma til að koma sér aftur af stað en hann hefur lítið spilað síðasta árið vegna meiðsla. Hann náði aðeins fjórum leikjum í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð vegna meiðsla.“