Pepsi-deildin byrjar að rúlla með látum í næsta mánuði en mikil eftirvænting ríkir fyrir sumrinu á meðal íslenskra knattspyrnuáhugamanna.
Íslensku liðin hafa verið dugleg að styrkja sig í vetur og þykja núverandi Íslandsmeistarar Vals og FH líklegust til þess að berjast um titilinn.
Pepsi-mörkin verða á sínum stað í sumar að vanda og verða talsverðar breytingar á þáttunum samkvæmt nýjustu fréttum.
Þeir kynntu nýja grafík til leiks í dag og þá verða einnig nýjir sérfræðingar í setti og fleiri.
„Fyrsti álitsgjafi kynntur eftir helgi. Eina sem við getum sagt er að álitsgjafar verða fleiri í ár en undanfarin ár. Það verður fjölbreyttur bakgrunnur álitsgjafa í ár. Ýmsar nýjungar í grafík og greiningum. Hér er brot af því,“ segir í Twitter færslu Pepsi-markanna.
Stikluna sem kynnt var má sjá hér fyrir neðan.
Fyrsti álitsgjafi kynntur eftir helgi. Eina sem við getum sagt er að álitsgjafar verða fleiri í ár en undanfarin ár. Það verður fjölbreyttur bakgrunnur álitsgjafa í ár. Ýmsar nýjungar í grafík og greiningum. Hér er brot af því. pic.twitter.com/9kywCi084j
— Pepsimörkin (@Pepsimorkin) March 9, 2018