Milan Joksimovic, bakvörður KA verður klár í slaginn þegar Pepsi-deildin hefst í apríl en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.
Bakvörðurinn meiddist í leik KA og Breiðabliks í Lengjubikarnum á dögunum og var í fyrstu óttast að hann myndi missa af tímabilinu með KA.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA staðfesti það í samtali við fótbolta.net í dag að leikmaðurinn ætti að vera klár í byrjun tímabilsins.
„Þetta er allt saman jákvætt miðað við hvað gerðist. Öll liðbönd eru í lagi. Þetta er smá flís í hnéskelinni sem tekur 4-6 vikur að gróa. Ég vonast til að hann verði klár í byrjun maí, það er markmiðið,“ sagði Tufa í samtali við fótbolta.net í dag.