fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433

Völsungur var í miklum fjárhagsvandræðum árið 2013

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. mars 2018 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals ber leikmenn Völsungs þungum sökum í viðtal í Návíginu á Fótbolta.net í gær. Þau ummæli vöktu mikla athygli.

Ólafur er að ræða um sumarið 2013 þegar Víkingur vann 16-0 sigur á Völsungi í næst síðustu umferð. Ólafur var að þjálfa Hauka en liðið fór ekki upp vegna markatölu og þá út af þessum leik.

,,Það hefur enginn blaðamaður þorað að fara í þetta vegna þess að það hentar kannski ekki. Ég vil meina að einhverjir hafi verið búnir að semja um úrslitin í þessum leik. Tveir leikmenn Völsungs (Guðmundur Óli og Hrannar Björn Steingrímssynir) eru reknir út af í fyrri hálfleik. Annar fær gult spjald fyrir eitthvað brot, labbar í burtu og fyrst að hann fékk ekki rautt þá sneri hann sér við og sagði dómarnum að þegja eða halda kjafti. Hvað hélt hann að myndi gerast þá? Þetta var ekkert eðlilegt. Við fórum reyndar síðan og unnum Völsung 7-0 í lokaleik en Víkingur fór upp á markatölu,“ sagði Ólafur í viðtalinu á Fótbolta.net.

Ólafur hafði sagt þessi sömu orð í viðtali við 433.is síðasta haust. „Hauka-tímabilið var mjög fínn tími, það er náttúrlega rannsóknarefni fyrir blaðamenn, sem þeir þorðu ekki að fara í frekar en annað, af hverju Haukar fóru ekki upp í efstu deild í fótbolta. Það var allt ólöglegt við þetta sem hægt var, blaðamenn þorðu ekki að fara í það mál,“ sagði Ólafur um málið í samtali við 433.is.

Ólafur vill meina að úrslitum hafi verið hagrætt og yfirlýsing frá Völsungi nokkrum dögum eftir sannar að félagið hafi verið í miklum fjárhagsvandræðum. Völsungur var nánast á hausnum um mitt sumar en fimm dögum eftir 16-0 tapið gegn Víkingi kom yfirlýsing um að fjárhaganum hefði verið bjargað fyrir horn.

Þjálfarinn var rekinn um mitt sumar og erlendir leikmenn fóru, staða Völsungs var afar slæm.

Völsungar hafa alltaf neitað sök um að hafa verið að ræða brögð í tafli og Víkingar eru ósáttir með að dragast inn í umræðuna. Þeir hafa sent málið til KSÍ og vilja að Ólafur biðjist afsökunar á orðum sínum.

Yfirlýsingu á heimasíðu Völsungs 19 september 2013:
Þá er knattspyrnusumrinu að ljúka og er síðasti leikurinn laugardaginn 21. september, þá munum við taka á móti Haukum sem eru að berjast um sæti í úrvalsdeild en við Völsungar fallnir í 2. deild.

Eins og flestir vita voru gerðar miklar breytingar innan knattspyrnu-deildar félagsins en ástæða þess var mjög slæm fjárhagsstaða deildarinnar. Það var ekkert eitt sem olli þessari stöðu heldur margir þættir. Samkvæmt lögum félagsins er það alltaf aðalstjórn sem ber ábyrgð á fjárreiðum félagsins. Ákvörðun stjórnar var tekin að vel athuguðu máli og óhjákvæmilega hefur hún haft áhrif innan knattspyrnunnar. Reynt var að semja upp á nýtt við þá erlendu leikmenn er voru hjá félaginu til þess að halda þeim út tímabilið en þeir höfnuðu því.

Með mikilli vinnu hefur ný stjórn knattspyrnudeildar náð að bjarga félaginu fyrir horn. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafa lagt okkur lið fjárhagslega, fyrir það erum við ómetanlega þakklát. Þrátt fyrir góðan stuðning eigum við enn langt í land með að ná jafnvægi í rekstri deildarinnar.

Leikmenn, ásamt þjálfurum, eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þeir hafa tekið á málum við afar erfiðar aðstæður. Það er ekki auðvelt að fara í hvern leikinn á fætur öðrum og tapa, auðvitað er þetta farið að hafa áhrif á leikmenn.

Í síðasta leik, móti Víkingi, vantaði fimm af lykilmönnum liðsins vegna meiðsla og leikbanna, og það á móti félagi sem er að berjast harðri baráttu fyrir úrvaldsdeildarsæti. Það er ósk okkar að bæjarbúar mæti á síðasta leikinn á þessari leiktíð og sýni þannig í verki að þeir styðji við bakið á okkar mönnum.

Aðalstjórn býður áhorfendum upp á kaffi og kleinur á leiknum á laugardaginn sem þakklætisvott fyrir að styðja við bakið á Völsungi við erfiðar aðstæður.

Verum minnug þess að „Eitt sinn Völsungur ávallt Völsungur“.

Guðrún Kristinsdóttir
Formaður Völsungs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bætti met Haaland í gær

Bætti met Haaland í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Í gær

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað
433Sport
Í gær

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“