Gunnar Jarl Jónsson fyrrum dómari verður sérfræðingur í Pepsi mörkunum í sumar.
Miklar breytingar verða á þættinum en í dag var greint frá því að Hjörvar Hafliðason væri hættur.
Freyr Alexandersson og Indriði Sigurðsson koma einnig nýir til leiks í þáttinn.
Gunnar er hættur að dæma en hann var á sínum tíma fremsti dómari landsins.
Hörður Magnússon stýrir skútunni líkt og síðustu ár.
Gunnar Jarl Jónsson verður einn af álitsgjöfum Pepsímarkanna í sumar. Þessi fyrrverandi FIFA dómari var valinn besti dómari Pepsí-deildar karla 6 af 8 árum sínum í deildinni. Dæmdi yfir 100 leiki í efstu deild og 45 leiki erlendis á vegum UEFA. pic.twitter.com/aXNNd8TZHJ
— Pepsimörkin (@Pepsimorkin) March 14, 2018