Það er heldur betur farið að styttast í að Pepsi deild karla fari af stað.
Pepsi mörkin eru hluti af því en Hörður Magnússon mun áfram stýra þættinum.
Freyr Alexandersson verður sérfræðingur þáttarins í sumar. Freyr er þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.
Fleiri nýir sérfræðingar eru væntanlegir en Freyr er sá fyrsti sem er kynntur.
Fyrsti álitsgjafi Pepsímarkanna kynntur til sögunnar. Freyr Alexandersson. Landsliðsþjálfari kvenna síðan 2013 og verið viðloðandi karlalandsliðið sem njósnari og leikgreinandi á andstæðingum. Þjálfaði Leikni í Pepsí-deildinni árið 2015. Pepsímörkin verið lengi á eftir Frey! pic.twitter.com/jEJv17GS3D
— Pepsimörkin (@Pepsimorkin) March 12, 2018