Fylkir hefur staðfest komu Jonathan Glenn til félagsins. Hann hefur undanfarið spilað í Bandaríkjunum.
Glenn sem er öflugur sóknarmaður er íslensku knattspyrnuáhugafólki vel kunnugur.
Hann átti góða tíma með ÍBV og Breiðabliki hér á landi.
Glenn á íslenska eiginkonu en hann mun hjálpa Fylki í Pepsi deildinni næsta sumar.
Fylkir eru nýliðar í deildinni sem senn fer að hefjast en Helgi Valur Daníelsson kom til félagsins á dögunum.
Glenn er fæddur árið 1987 en hann skoraði 30 mörk í 63 leikjum fyrir Breiðablik og ÍBV í deild og bikar.