Víkingur R. hefur samið við norska bakvörðinn Jörgen Richardsen en hann mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Heimir Gunnlaugsson formaður meistaraflokksráðs Víkings staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.
Víkingur gerir tveggja ára samning við Jörgen sem er þó með endurskoðunarákvæði í haust.
„Þetta kemur í gegnum meðmæli sem Logi (Ólafsson, þjálfari) fékk frá Noregi,“ sagði Heimir við Fótbolta.net.
Hann hefur spilað með Kongsvinger i Noregi og getur spilað bæði sem vinstri og hægri bakvörður.
Víkingur hefur einnig fengið senegalska markvörðinn Serigne Mor Mbaye á reynslu.