Njarðvík tók á móti ÍA í Lengjubikarnum í kvöld en leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna.
Theodór Guðni Halldórsson kom Njarðvík yfir á 27. mínútu en Alexander Már Þorláksson jafnaði metin fyrir ÍA á 66. mínútu.
Bergþór Ingi Smárason kom heimamönnum svo aftur yfir á 71. mínútu en Steinar Þorsteinsson jafnaði metin enn á ný fyrir Skagamenn, átta mínútum síðar.
Það var svo Arnór Björnsson sem skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma og lokatölur því 3-2 fyrir Njarðvík.
Njarðvík fer því í þriðja sæti riðils 1 í 3 stig en ÍA er sem fyrr á toppinum með 3 stig líka en betri markatölu.