Bjarni Þór Viðarsson hefur framlengt samning sinn við FH út þessa leiktíð.
Samningur Bjarna var að renna út en hann var mikið meiddur á síðustu leiktíð.
Miðjumaðurinn hefur hins vegar æft af fullum krafti í vetur og er að komast á flug.
Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í vetur og hefur verið að breyta leikmannahópi liðsins.
Bjarni er fæddur árið 1988 en hann lék lengi erlendis áður en hann kom heim í FH.
Gleðifréttir fyrir okkur FHinga: Bjarni Þór Viðarsson skrifaði í dag undir nýjan samning við FH sem gildir út tímabilið 2018. #ViðerumFH #fotboltinet pic.twitter.com/ka9hciykGX
— FHingar.net (@fhingar) February 15, 2018