Knattspyrnudeild Víkings frá Ólafsvík hefur samið við tvo afríska leikmenn um að spila með liðinu í sumar.
Emmanuel Eli Keke er 22 ára Ghanamaður sem kemur frá FC Dreams í heimalandi sínu. Hann getur bæði spilað sem miðjumaður og miðvörður í vörninni. Hann var áður á reynslu hjá Bröndby í Danmörku.
Ibrahim Sorie Barrie er einnig 22 ára en hann kemur frá Sierra Leone. Hjá Víkingi Ó. hittir hann fyrir fyrrum liðsfélaga sinn, Kwame Quee, en þeir hafa áður leikið saman með FC Johansen í heimalandinu sem og landsliði Sierra Leone. Ibrahim er varnarsinnaður miðjumaður.
Báðir eru þeir væntanlegir til landsins í febrúar.